Unglingsstelpur á rófinu
- sjálfsstyrkingar námskeið
Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir 13-17 ára unglingsstelpur (hún, stálp með leg og transstelpur á kvenhormónum) sem eru einhverfar eða grun um að vera á einhverfurófi.
Stelpurnar sem taka þátt fá m.a. gefins fidget vörur, bók sem þær nýta á námskeiðinu, skoða hvaða áhrif ýmis skynáreiti hafa á líðan sína og fá aðgang að upplýsingum, myndböndum og fræðslu á netinu á innri vef Heimastyrks, www.heimastyrkur.is
Unglingsstelpur - sjálfsstyrkingar námskeið fyrir 13-17 ára stelpur (hún, hán með leg, transstelpur á kvenhormónum) á einhverfurófinu eða með grun um að vera á einhverfurófi.
Farið yfir þroskaferli og skynfæri líkamans, hlutverk skynjunar, skynúrvinnslu og áhrif á líðan, heilsu og færni við iðju. Sjálfsmyndin verður skoðuð út frá ólíkum sjónarhornum auk þess sem þátttakendum gefst tækifæri á að rýna í ólík áhugasvið, styrkleikana sína og hæfileika. Markmið námskeiðsins er að auka skilning á innri líðan stelpna sem eru með greiningu eða grun um að vera á einhverfurófi. Þeim þörfum sem þær geta upplifað, hvað hefur neikvæð áhrif á líðan þeirra og ástæður þess, og hvernig þær geta með árangursríkum hætti betur mætt sínum þörfum til að auka vellíðan og heilsu.
Stelpurnar sem taka þátt fá m.a. gefins fidget vörur, bók sem þær nýta á námskeiðinu, skoða hvaða áhrif ýmis skynáreiti hafa á líðan sína og fá aðgang að upplýsingum, myndböndum og fræðslu á netinu á innri vef Heimastyrks, www.heimastyrkur.is
Námskeiðið er stað- og fjarnámskeið (Zoom).
10 vikna námskeið sem fer fram í Lífsgæðasetrinu St. Jó og á Zoom fyrir þær sem búa út á landi eða komast ekki í salinn. Nóg er að verða 13 ára á árinu og í lagi að verða 18 ára á árinu. Það er í raun árið sem telur, ekki afmælisdagurinn.
Næsta námskeið:
12. október - 14. desember 2024 kl. 11 - 12:30, laugardagar.
Hægt að kanna með styrki frá stéttarfélagi og frístundastyrki hjá sveitarfélögum.
Námskeiðsgjald er 60.000 kr og er í boði að skipta greiðslunni í tvennt ef þörf er á. Nánari upplýsingar um námskeiðið fást með því að senda fyrirspurn hér á heimasíðunni undir "Hafa samband".
Skráning á námskeiðið fer fram hér.
Umsagnir foreldra fyrri þátttakenda:
"Ég sá umfjöllun um námskeiðið í Facebook hópi sem ég er í fyrir aðstandendur einhverfra barna. Það hefur lengi vantað svona námskeið sem hentar stelpum á þessum aldri af því að þær geta átt erfitt með að skilja sig og aðra og sérstaklega á kynþroskaskeiðinu. Dóttir mín var búin að vera að upplifa allskonar tilfinningar og annað sem hún skildi ekki og átti erfitt með að vinna úr. Við foreldrarnir áttum erfitt með að hjálpa henni og fáum enga utanaðkomandi aðstoð. Þegar ég sá að námskeiðið væri framundan þá skráði ég stelpuna mína sem verður 13 á árinu, strax án þess að hugsa mig tvisvar um. Henni fannst námskeiðið æðislegt og mjög gagnlegt. Við foreldrarnir vorum einnig mjög ánægðir með það."
"Námskeið sem dóttir mín upplifði sig tilheyra og fá skilning á sjálfum sér."
"Ég fræddist sjálf um mín eigin einhverfueinkenni og þótti það mjög áhugavert og gagnlegt. Ég vona að dóttir mín búi að þessari fræðslu áfram og það hjálpi henni við að skilja sjálfa sig betur."
"Dóttir mín var mjög ánægð með námskeiðið og hvernig það var uppsett. Hún lærði ný hugtök sem voru að ná að útskýra hvernig henni leið og sínar tilfinningar sem er mjög mikilvægt. Hún hefði sjálf viljað hafa námskeiðið lengra og helst bara alltaf einu sinni í viku þar sem henni fannst hún vera þarna í “save space” þar sem hún gat verið hún sjálf. Takk fyrir frábært námskeið og frábæra nálgun."
"Námskeiðið var ótrúlega vel uppsett, góð og flott gögn sem unnið var með og það var svo algjörlega hugað að öllum smáatriðum varðandi líðan og skynjun stelpnanna. Mæli svo 100% með!"
"Mig langaði bara til að byrja á að þakka þér fyrir frábært námskeið (sjálfsstyrking fyrir einhverfar stelpur). Það er svo mikill munur á dóttur minni eftir námskeiðið, að það er vægast sagt ótrúlegt! Hún er mun opnari, betri í okkar samskiptum, svo mikið öruggari með sjálfan sig og svo mætti lengi telja. Ég bar auðvitað vonir til námskeiðsins en hennar árangur fór langt fram úr mínum væntingum."
"Mikið er ég glöð að þú ákvaðst að halda svona námskeið 🫶
Ég get ekki hamrað á því nógu oft hvað ég er þakklát fyrir að þú ákvaðst að setja saman svona námskeið, þarf bara að hrósa þér endalaust fyrir að setja þetta í framkvæmd. Elska svona 🙂 þessi fræðsla er svo mikilvæg að mínu mati."
"Takk fyrir frábært námskeið fyrir stelpurnar. Stelpan mín hefur lært heilmargt á þessu námskeiði og er mjög ánægð með allt sem hún hefur lært þarna. Hún var bara sorgmædd þegar námskeiðið var búin."
"Mér finnst námskeiðið hjá þér sjúklega flott og allt efnið sem þú notar og sýnir stelpunum👏 "