Stykki til að festa neðst á almenn rör fyrir kalda eða volga drykki eins og vatn, kaffi, te, djús, gos, skyrdrykki eða álíka en hentar ekki fyrir mjög þykka drykki eða drykki með mauki. Það er kúla inn í stykkinu sem gerir það að verkum að þegar sogið er í rörið þá stoppar vökvinn í rörinu í stað þess að leka aftur niður í glasið eða brúsann. Þetta hjálpartæki hentar einstaklega vel fyrir þá sem hafa lítinn sogkraft eða eru t.d. með taugasjúkdóma eins og parkinson, MS eða annað sem veldur færniskerðingu við að sjúga vökva úr röri.
Stykkið er fjölnota og hægt að festa það neðan á einnota og fjölnota rör í almennum stærðum. Það er auðvelt að þrífa stykkið og það má fara í uppþvottavél.
Fjölnota stykki sem auðveldar sog úr röri
2.900krPrice