top of page

Unglingsstelpur - með greiningu eða grun um að vera á einhverfurófi.

 

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir 13-17 ára stelpur (hún, stálp með leg og transstelpur á kvenhormónum) ​á einhverfurófinu. Farið yfir þroskaferli og skynfæri líkamans, hlutverk skynjunar og áhrif hennar á líðan. Sjálfsmyndin verður skoðuð út frá ólíkum sjónarhornum auk þess sem þátttakendum gefst tækifæri á að rýna í 

ólík áhugasvið, styrkleikana sína og hæfileika. 

Næstu námskeið

12. október - 14. desember milli kl. 11:00 - 12:30 á laugardögum.

 

Námskeiðið er 10 vikna stað- og fjarnámskeið (Zoom) sem fer fram í hlýlegum sal á 2. hæð í Lífsgæðasetrinu St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði og á Zoom fyrir þær sem búa út á landi eða komast ekki í salinn. Hægt er að sækja um frístundastyrki hjá flestum sveitarfélögum.

*ATHUGIÐ! Nóg er að verða 13 ára á árinu og í lagi að verða 18 ára á árinu til að geta tekið þátt. Það er árið sem telur, ekki afmælisdagurinn.​

 

Námskeiðsgjald er 60.000 kr og er í boði að skipta greiðslunni í tvennt ef þörf er á eða greiða með greiðslukorti í Netverslun Heimastyrks, sjá nánar í netversluninni. Hægt að kanna með styrki hjá stéttarfélögum og frístundastyrk hjá sveitarfélögum.

 

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning fer fram inn á www.heimastyrkur.is og hægt að senda fyrirspurn inn á heimasíðunni undir "Hafa samband" eða með því að senda tölvupóst með nafni og símanúmeri á heimastyrkur@heimastyrkur.is 

Unglingsstelpur á rófinu, 13-17 ára

60.000krPrice
    bottom of page