top of page
Search

"Það er erfitt að syngja í fýlu" - lokaverkefni nemanda í Skapandi tónlistarmiðlun við LHÍ

Guðrún Hallgríms iðjuþjálfi og faghandleiðari fékk þann heiður að vera leiðbeinandi í þessu fyrirmyndar lokaverkefni til BA-prófs í Skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands sem Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir skrifaði um tónlistarmeðferð og áhrif hennar á einstaklinga með heilabilun. Virkilega áhugavert verkefni þar sem fram koma ólík tónlistarmeðferðarform og áhrif þeirra á félagsfærni og líðan einstaklinga með heilabilun.


"Rannsóknir sýna að söngur bætir lífsgæði fólks og getur verið mjög áhrifaríkur í að vekja upp gamlar tilfinningar og minningar og efla samræður hjá einstaklingum með heilabilun. Úrvinnsla heimilda leiddi í ljós að tónlistarmeðferð eykur lífsgæði fólks með heilabilun, bætir andlega líðan, sjálfsmynd og eflir samskipti við umönnunaraðila og aðstandendur."


Hægt er að lesa verkefnið í heild sinni inn á Skemmunni.


Enn og aftur innilega til hamingju Kristbjörg með þetta mikilvæga framlag til að bæta og efla þjónustu við aldraða og fólk með heilabilun á Íslandi.


Comments


Beach Walkway

Heimastyrkur.is

heimastyrkur@heimastyrkur.is

8486509

Starfsstöðvar Heimastyrks

- Lífsgæðasetrið St. Jó, Hafnarfirði

- Heilsuklasinn, Reykjavík

- Vettvangur, vinnustaða- og skólaheimsóknir

- Fjarheilbrigðisþjónusta og -ráðgjöf á netinu

Skilmálar Heimastyrkur slf.

bottom of page