top of page

Áhrif iðju á heilsu okkar

Það getur haft alvarleg áhrif á heilsuna okkar að hafa of lítið fyrir stafni, fá hlutverk, mikla inniveru og einveru með lítið af samskiptum við aðra. Svona aðstæður ýta undir vanlíðan og heilsubrest þar sem við þurfum á iðju og oft samveru með öðrum að halda yfir daginn, allavega öðru hvoru.


Við þurfum að finna fyrir tilgangi til að fara á fætur á morgnana, hafa hlutverk sem við sinnum. Iðja mótar daginn okkar og ýtir undir að við hreyfum okkur, hugsum, skipuleggjum, tökum ákvarðanir og erum innan um annað fólk. Við viljum öll vera hluti af samfélaginu og skipta aðra máli.


Fólk sem er að kljást við veikindi í langan tíma, atvinnulausir, fólk á örorku eða eldri borgarar sem eru ekki lengur á vinnumarkaði eru oft í áhættu á að lenda í þessum aðstæðum. Þegar vikan og sólarhringurinn tapar rútínu sinni og sumir tímaskyninu sínu.


Það getur orðið áskorun að koma sér á fætur á morgnana, fara í sturtu og föt, greiða hárið og bursta tennur þegar við þurfum ekkert að gera eða fara. Iðjuleysið hefur neikvæð áhrif á líðan okkar og líkama eftir ákveðinn tíma. Það er ekki að ástæðulausu að það er mikilvægt í augum iðjuþjálfa að allir hafi hlutverk, iðju og mikilvæg tengsl til að sinna í lífinu og hversdeginum. Að tækifæri séu til staðar til að hlúa að eigin heilsu og umfram allt að það sé aðgengi í samfélaginu fyrir alla; í umhverfinu, í húsnæðum, í námi og atvinnu, félagslega, fjárhagslega og rafrænt.


3 views0 comments

Opmerkingen


bottom of page