Pylsupartý í iðjuþjálfuninni Hugur og hendur hjá Parkinsonsamtökunum í byrjun maí
- Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir
- Jun 14, 2024
- 1 min read
Mánudaginn 8. maí ætluðum að grilla en þetta var einmitt dagurinn sem samanstóð af rigningu og roki. Og hvernig leystum við þann vanda? Jú þegar margir leggjast á eitt að finna lausnir þá er það auðveldara verkefni og við enduðum á að grilla pylsurnar á steikargrilli innandyra. Það má því með sanni segja að hugurinn kemur manni oft gegnum ýmsar áskoranir með lausnamiðaðri hugsun. Allir hjálpuðust að við að leggja á borð, hita brauðin, skera laukin, hella upp á kaffið og Sætar Syndir buðu okkur upp á gómsætan eftirrétt. Fullkomin samvera sem reyndi svo sannarlega á hugann og hendur <3
Comments