Mjög áhugavert kerfi sem getur breytt mjög miklu tengt sjálfsbjargargetu fólk við iðju sem er með skerta færni, vonandi verður þetta sett upp víða um landið
Öryrkjabandalag Íslands kynnti nýtt kerfi um helgina sem kallast NaviLens, það er kerfi sem miðar að því að minnka þörfina hjá blindu eða sjónskertu fólki fyrir að vera með leiðsögn starfsmanns.
Kerfið gefur fólki kost á að nota farsíma sína til að greina sérstaka kóða sem veita ýmsar gagnlegar upplýsingar. Kóðarnir eru hengdir upp á göngum og við dyr, sem gerir fólki kleift að ganga um og komast á áfangastað án aðstoðar.
Hlynur Þór Agnarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Market, útskýrir að NaviLens-kerfið virki ekki ósvipað og QR-kóðar, en það sem aðgreinir það frá öðrum QR-kóðum er hæfileikinn til að greina kóða úr allt að 12 metra fjarlægð, í nánast öllum birtustigum og á hreyfingu.
Að sögn Hlyns getur kerfið verið notað sem almennur leiðarvísir fyrir til dæmis ferðamenn og er nú þegar á 35 mismunandi tungumálum, en stefnan er að fjölga þeim.
„Ef þú ert í hjólastól veit appið það og mun alltaf beina þér að lyftu en ekki að stigum. Ef þú hakar í að þú notir táknmál er til dæmis hægt að taka upp táknmálslýsingu á safngripum,“ segir Hlynur. @obirettindasamtok
Sjá nánar í frétt á mbl.is https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/06/03/nytt_kerfi_a_ad_hjalpa_blindum_og_sjonskertum/
Comments