top of page

Nýtt kerfi hjálpar blindum og sjónskertum en einnig mörgum öðrum t.d. þeim sem eiga erfitt með að lesa og skilja ekki íslensku - NaviLens

Mjög áhugavert kerfi sem getur breytt mjög miklu tengt sjálfsbjargargetu fólk við iðju sem er með skerta færni, vonandi verður þetta sett upp víða um landið

Öryrkja­banda­lag Íslands kynnti nýtt kerfi um helg­ina sem kall­ast Navi­Lens, það er kerfi sem miðar að því að minnka þörf­ina hjá blindu eða sjónskertu fólki fyr­ir að vera með leiðsögn starfs­manns.


Kerfið gef­ur fólki kost á að nota farsíma sína til að greina sér­staka kóða sem veita ýms­ar gagn­leg­ar upp­lýs­ing­ar. Kóðarn­ir eru hengd­ir upp á göng­um og við dyr, sem ger­ir fólki kleift að ganga um og kom­ast á áfangastað án aðstoðar.

Hlyn­ur Þór Agn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Reykja­vík Mar­ket, út­skýr­ir að Navi­Lens-kerfið virki ekki ósvipað og QR-kóðar, en það sem aðgrein­ir það frá öðrum QR-kóðum er hæfi­leik­inn til að greina kóða úr allt að 12 metra fjar­lægð, í nán­ast öll­um birtu­stig­um og á hreyfingu.


Að sögn Hlyns get­ur kerfið verið notað sem al­menn­ur leiðar­vís­ir fyr­ir til dæm­is ferðamenn og er nú þegar á 35 mis­mun­andi tungu­mál­um, en stefn­an er að fjölga þeim.

„Ef þú ert í hjóla­stól veit appið það og mun alltaf beina þér að lyftu en ekki að stig­um. Ef þú hak­ar í að þú not­ir tákn­mál er til dæm­is hægt að taka upp tákn­máls­lýs­ingu á safn­grip­um,“ seg­ir Hlyn­ur. @obirettindasamtok





9 views0 comments

Comments


bottom of page