top of page
Search

Maí er mikill fræðslumánuður

Fræðsla, ráðgjöf, vinnustaðaathuganir og námskeið einkenndi starf Guðrúnar Hallgríms iðjuþjálfa og faghandleiðara hjá Heimastyrk í maí mánuði 2023. Í hverri viku voru 3-5 ólík námskeið og hópþjálfun í boði hjá Heimastyrk auk þess sem fræðsla, stuðningur og ráðgjöf hefur verið veitt fyrir starfsfólk á ólíkum vinnustöðum tengt líkamsbeitingu, vinnuvernd og þjónustu við íbúa á búsetukjörnum og hjúkrunarheimilum.


Námskeiðin, fræðslan og ráðgjöfin einkennist af því að styðja fólk til meiri vellíðan, samkenndar og trú á eigin getu í ólíkum aðstæðum til að efla heilsu þeirra, þátttöku við iðju og lífsgæði. Samhliða þessu starfi hefur verið mikil aukning á mati á skynúrvinnslu barna og fullorðinna sem eru að takast á við ýmsar áskoranir í iðju hversdagsins í samskiptum og framkvæmd iðju í mismunandi umhverfi og aðstæðum.


Comments


Beach Walkway

Heimastyrkur.is

heimastyrkur@heimastyrkur.is

8486509

Starfsstöðvar Heimastyrks

- Lífsgæðasetrið St. Jó, Hafnarfirði

- Heilsuklasinn, Reykjavík

- Vettvangur, vinnustaða- og skólaheimsóknir

- Fjarheilbrigðisþjónusta og -ráðgjöf á netinu

Skilmálar Heimastyrkur slf.

bottom of page