Starfsfólk Heimastyrks veitir þjónustu og þjálfun fyrir foreldra og börn sem eru í bið eftir leikskólaplássi í samstarfi við heilsueflandi sveitarfélag og stofnanir sem koma að þjónustu þessara fjölskyldna. Þau koma vikulega í þjálfun, hreyfileiki og þroskaleiki innandyra og utandyra til að styðja við aukinn þroska, færni við ólíka iðju og samskipti við aðra. Foreldrar fá einnig fræðslu, leiðbeiningar og æfingar til að sinna ásamt börnunum sínum á milli tímanna. Þetta þjónustuúrræði hefur reynst einstaklega vel og verið virkilega ánægjuleg að sjá þær breytingar og framfarir sem hafa átt sér stað í vetur hjá þeim börnum sem hafa sótt þjónustuna sem og hjá foreldrum þeirra. Það skemmtilega er að þrátt fyrir alls konar lærdóm og áskoranir sem þau upplifa við að taka þátt í leik, ein eða með öðrum og þau samskipti sem eiga sér stað þegar allir eða enginn vill gera það sama, þar sem þau hafa þurft að læra að aðlagast síbreytilegu umhverfi og ólíkum áhuga og þörfum hjá hvoru öðru, að þá verður nánast alltaf ró og mikil athygli þegar við syngjum saman og tengjum sönginn við einfaldar hreyfingar eða lesum saman. Það er nefnilega jafn mikilvæg iðja að kunna að slaka á og að leika sér, ein eða með öðrum, og mikilvægt að læra mjög ung til að geta betur mætt eigin þörfum seinna á lífsleiðinni
@heimastyrkur
Comentários