Það er oft erfitt að lýsa því með orðum hvað starfið hjá Heimastyrk er fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi.
Í tímanum Hugur og hendur í gær gerðum við rólegar en stórar hreyfingar sem voru liðkandi og hafa jákvæð áhrif á meðal annars jafnvægið. Í lok tímans spilaði Helgi Júlíus Óskarsson fyrir okkur lagið Parkinson vandi sem hann bjó til fyrir nokkrum árum og á meir að segja enska útgafu af laginu. Með hans leyfi mátti ég deila því með ykkur og svo það væri hægt þá þurfti ég að hlaða því inn á Soundcloud þar sem ekki er annars hægt að deila laginu. Textinn er heiðarlegur með húmor í takt við dásamlega persónuleikann hans Helga, njótið og deilið 🤍
Comentarios