top of page

Einhverfar stelpur - sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir 13-17 ára stelpur ​á einhverfurófinu eða með grun um að vera á einhverfurófi.



Farið yfir þroskaferli og skynfæri líkamans, hlutverk skynjunar, skynúrvinnslu og áhrif á líðan, heilsu og færni við iðju. Sjálfsmyndin verður skoðuð út frá ólíkum sjónarhornum auk þess sem þátttakendum gefst tækifæri á að rýna í ólík áhugasvið, styrkleikana sína og hæfileika. Markmið námskeiðsins er að auka skilning á innri líðan stelpna sem eru með greiningu eða grun um að vera á einhverfurófi. Þeim þörfum sem þær geta upplifað, hvað hefur neikvæð áhrif á líðan þeirra og ástæður þess, og hvernig þær geta með árangursríkum hætti betur mætt sínum þörfum til að auka vellíðan og heilsu.


Stelpurnar sem taka þátt fá m.a. gefins fidget vörur, bók sem þær nýta á námskeiðinu, skoða hvaða áhrif ýmis skynáreiti hafa á líðan sína og fá aðgang að upplýsingum, myndböndum og fræðslu á netinu á innri vef Heimastyrks, www.heimastyrkur.is 

Námskeiðið er stað- og fjarnámskeið (Zoom) og hefst fimmtudaginn 18. janúar 2024.

Það verður alla fimmtudaga í 6 vikur milli 14:45-16:15 í Lífsgæðasetrinu St. Jó og á Zoom fyrir þær sem búa út á landi eða komast ekki í salinn. Nóg er að verða 13 ára á árinu og í lagi að verða 18 ára á árinu. Það er í raun árið sem telur, ekki afmælisdagurinn.

​Námskeiðsgjald er 34.900 kr og er í boði að skipta greiðslunni í tvennt ef þörf er á.

Nánari upplýsingar um námskeiðið fást inn á www.heimastyrkur.is og hægt að senda fyrirspurn inn á heimasíðunni undir "Hafa samband" eða á netfangið heimastyrkur@gmail.com


Skráning er hafin á námskeiðið og fer fram hér


22 views0 comments

Comments


bottom of page