top of page

Námskeið og fræðsla

einstaklingar, hópar og vinnustaðir

Happy Family

Hlutverkastjórnun
og jafnvægi í daglegri iðju

stað- og fjarnámskeið

Veldu þér hlutverk sem hafa jákvæð áhrif á heilsuna þína!

Farið er yfir áhrif streitu á taugakerfið, skynnæmi líkamans og hvaða bjargráð geta reynst gagnleg heima, í vinnu og við tómstundir til að ná betri orkustjórnun gegnum ólík hlutverk. Sjá nánar >>>

Vellíðan og heilsa
gigt, verkir, stoðkerfisvandi, orkuleysi og síþreyta

Ertu að kljást við gigt, verki, orkuleysi eða stoðkerfisvanda? Lærðu að stuðla að meiri vellíðan, hreyfingu og heilsu þrátt fyrir gigt, verki,  stoðkerfisvanda, síþreytu og orkuleysi. Fræðsla og kennsla í verkjastillandi, orkusparandi og styrkjandi aðferðum.

Sjá nánar >>>

Pears_edited.jpg
Konur á rófinu (2).png

Konur á rófinu
- sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir einhverfar konur eða konur með grun um að vera á rófinu.

Námskeið fyrir konur á rófinu (hún, kvár/hán með leg, transkonur á kvenhormónum) þar sem fram fer fræðsla, verkefni og umræður fyrir konur á einhverfurófi tengt líðan, félagsþátttöku og áhrif hormóna á heilsu og færni við iðju.

Námskeiðið byggir á valdeflandi nálgun, styrkleikum og jafningjastuðningi.

Námskeiðskostnaður er 49.900 kr, hægt að kanna með styrki hjá stéttarfélögum.

Sjá nánar>>>

Unglingsstelpur á rófinu
- sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir 
13 - 17 ára stelpur með greiningu eða grun um að vera ​á einhverfurófi.

Unglingsstelpur á rófinu (hún, stálp með leg, transstelpur á kvenhormónum) er sjálfsstyrkingarnámskeið.​ 

Markmið námskeiðsins er að auka skilning á innri líðan stelpna sem eru með greiningu eða grun um að vera á einhverfurófi til að geta betur mætt sínum þörfum og styrkleikum til að auka eigin vellíðan og heilsu á viðkvæmum aldri.

Nóg er að verða 13 ára á árinu og í lagi að verða 18 ára á árinu, það er afmælisárið sem telur.​​​ Sjá nánar>>>

Teenagers in Nature
Play in the forest

Stelpur á rófinu 9 - 12 ára 
- sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur með greiningu eða grun um að vera ​á einhverfurófi. 

Stelpur á rófinu (hún, stálp með leg, transstelpur á kvenhormónum) er sjálfsstyrkingarnámskeið.

 Markmið námskeiðsins er að auka skilning á innri líðan stelpna sem eru með greiningu eða grun um að vera á einhverfurófi til að geta betur mætt sínum þörfum og styrkleikum til að auka eigin vellíðan og heilsu.

Nóg er að verða 9 ára á árinu og í lagi að verða 13 ára á árinu, það er afmælisárið sem telur.​​​

Sjá nánar>>>​

Skynvitund
skynjun og skynúrvinnsla líkamans

Farið yfir skynfæri líkamans, hlutverk skynjunar og áhrif hennar á líðan. Aukin þekking á skynvitund stuðlar að aukinni meðvitund um eigin heilsu og vellíðan. Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn og námskeið á vegum Heimastyrks fást á netfanginu heimastyrkur@heimastyrkur.is

Hlutverkastjórnun (18)_edited.jpg
Working in Cafe

Líkamsbeiting og vinnuvernd

Fræðsla, ráðgjöf og leiðbeiningar fyrir starfsfólk sem vinnur störf sem hafa áhrif á líkamann og heilsuna.

Tilgangur þjónustu er að draga úr stoðkerfisvanda og álagi við framkvæmd starfa og hvetja til heilsueflingar og vellíðan.

​Nánari upplýsingar um fyrirlestur og námskeið fást á netfanginu

heimastyrkur@heimastyrkur.is

Vöxtur og vegferð
einhverfurófið

Námskeið ætlað 16 ára og eldri sem eru með greiningu eða hafa grun um að vera á einhverfurófinu og búa að krefjandi reynslu af vinnumarkaði, námi og félagsþátttöku.

Tilgangur námskeiðs er að skilja kjarna persónunnar, ólíka hegðun og tegund af samskiptum. Áhersla er lögð á mikilvægi samkenndar og kærleika í eigin garð, trú á eigin getu og veittur stuðningur við að móta næstu skref í vegferð lífsins. Sjá nánar >>>

Traveler in Nature
Mindfulness

Heilahreysti
minnisþjálfun og heilaleikfimi

Fræðsla, kennsla og leiðbeiningar fyrir fullorðna til að huga vel að heilsu heilans og heilahreysti. Fræðsla um starfsemi heilans og kennsla til að auka heilahreysti og minnisþjálfun gegnum ólíkar æfingar og gagnlegar aðferðir. Tilgangur fræðslu er að draga úr álagi og streitu og auka færni við einbeitningu, minni og vinnsluhraða heilans. Tilvalið fyrir vinnustaði og félagasamtök.​ Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn og aðra fyrirlestra sem eru í boði hjá Heimastyrk fást á netfanginu heimastyrkur@heimastyrkur.is

Iðja, heilsa og umhverfi
eftir starfslok

- heilsuefling á efri árum

Fræðsla, ráðgjöf og leiðbeiningar um hvernig er hægt að stuðla að góðri heilsu og uppbyggilegri iðju eftir sextugt. Farið er yfir þau áhrif sem viðhorf, umhverfi og iðja getur haft á vellíðan, heilsufar, félagslega þátttöku og sjálfsbjargargetu. Tilgangur fræðslu er að stuðla að athafnasömu og heilsusamlegu líferni á efri árum. Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn og aðra fyrirlestra sem eru í boði á vegum Heimastyrks fást á netfanginu heimastyrkur@heimastyrkur.is

Senior Couple
bottom of page