top of page

Hlutverkastjórnun og
jafnvægi í daglegri iðju

Veldu þér hlutverk sem hafa jákvæð áhrif á heilsuna þína!

Farið er yfir áhrif streitu á taugakerfið, skynnæmi líkamans og hvaða bjargráð geta reynst gagnleg heima, í vinnu og tómstundum til að ná betri tökum á eigin líðan, heilsu og orkustjórnun gegnum ólík hlutverk með því að setja sér mörk við iðju.

 

Námskeiðið er 4 skipti, á miðvikudögum milli kl. 13:00-15:00 í Lífsgæðasetrinu St.Jó

Suðurgötu 41 í Hafnarfirði og á zoom fyrir þá sem búa út á landi eða komast ekki í salinn. Námskeiðið er byggt á fræðslu og einstaklingsverkefnum og er hverjum tíma skipt í 3 lotur með 2 pásum. 

Á þessu námskeiði er kjarninn úr iðjuþjálfunarfræðum dreginn saman til að veita þátttakendum persónuleg bjargráð til að auka færni við daglega iðju og vinnu, félagslega þátttöku, draga úr streitu og hvetja til slökunar gegnum fræðslu og verklegar æfingar. Þátttakendur fá tækifæri til að máta sig við ólík hlutverk, styrkleika og bjargráð á námskeiðinu samhliða stuðningi við að yfirfæra það sem hentar þeim yfir á sitt eigið líf.

 

Námskeiðsgjald er 45.000 kr.

*Athugið að hægt er að kanna með styrki hjá stéttarfélögum.

Næstu námskeið:

​Miðvikudagana 5.- 26. febrúar 2025 milli 13:00-15:00.

Miðvikudagana 30. apríl til 21. maí 2025 milli 13:00-15:00.

Skráning fer fram hér

Umsagnir þátttakenda síðustu ára á námskeiðinu:

Sjálfsöryggi Guðrúnar smitast og veitir öryggi, það er létt yfir og gott orkuflæði. Að brjóta tímana upp með verkefnum hefur hjálpað mér að viðhalda athygli og efnið vekur mig til umhugsunar þau hlutverk/verkefni sem ég tók áður sem sjálfsögðum á autopilot. Takk fyrir gott námskeið og fleiri verkfæri í kistuna. 

 

Kennarinn var áhugasamur, fróður og hjálpsamur. Takk fyrir allt! 

 

Mjög ánægð með námskeiðið og þæginlegt að hlusta :) Hvetjandi og sé ég fram á að nýta mér efnið í minni vinnu að betri lífsgæðum :)

 

Frábært námskeið sem gaf mér fullt af verkfærum.

 

Fannst námskeiðið vera mjög gagnlegt, hefur haft góð áhrif á mig þegar kemur að sjálfstyrkingu, setja mörk, sjálfsmildi, hlutverkastjórnun og fleira. 

 

Námskeiðið var frábært með einkatímum. Hjálpaði mér að byggja ramma fyrir vinnu og persónulega.

 

Ekkert nema gott um þetta námskeið að segja, Var auðvelt fyrir mig að halda athygli sem er yfirleitt mjög erfitt fyrir þegar ég er á námskeiðum/fyrirlestrum.

 

Peppandi og jákvæð styrking. Öðlaðist þarna mörg góð verkfæri til að ná betri stjórn og yfirsýn á eigin lífi. Raunhæfar aðferðir sem ég held að geti gagnast mér vel kjósi ég að nota þær. 

 

Dásamlegt námskeið

 

Verkefnin sem unnin voru á námskeiðinu eiga eftir að gagnast mér mjög vel og er ég spennt að vinna þau áfram. 

 

Var ánægð með námskeiðið, það vakti mig til umhugsunar um ýmislegt.

 

Fínt og uppbyggilegt námskeið, ýmislegt gagnlegt sem kom fram bæði á glærum og í fyrirlestri. Mæli með þessu námskeiði.

 

Fengum verkfæri til að koma okkur af stað að skipuleggja betur. Mikilvægi svefnsins, hvíld og hafa gaman. 

 

Mjög flott námskeið . Hæfilega langt og vel farið í hlutina :) mæli mjög með !!!

 

Mjög fróðlegt og skemmtilega fram sett. Takk fyrir mig :) 

 

Guðrún er yndisleg og deilir hjálplegum ráðum sem ég kem til með að nýta mér.

7.png

Fleiri umsagnir um námskeiðið má lesa hér.

bottom of page