Heimastyrkur
- stuðningur, ráðgjöf, þjálfun, fræðsla, skynvitund og -meðferð og faghandleiðsla.
Stuðningur til vellíðan, aukna trú á eigin getu og meiri áhrifamátt gegnum iðju og þátttöku.
Heimastyrkur býður upp á stuðning, ráðgjöf, þjálfun, fræðslu og skynmeðferð fyrir börn og fullorðna á öllum aldri sem og handleiðslu, ráðgjöf, stuðning og þjónustu fyrir fagfólk, vinnustaði, félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir.
Tímapantanir
Athugið, það þarf ekki tilvísun frá lækni til að panta tíma í ráðgjöf og þjónustu hjá Heimastyrk.
Hægt er að sækja um styrk hjá mörgum stéttarfélögum til að koma til móts við greiðslur fyrir m.a. þjónustu iðjuþjálfa.
Þjónusta í boði
-
Mat, ráðgjöf, þjónusta og þjálfun fyrir einstaklinga, starfsfólk og fyrirtæki.
-
Fræðsla, námskeið og kennsla fyrir einstaklinga, félagasamtök og vinnustaði.
-
Þjónusta iðjuþjálfa og handleiðsla fyrir vinnustaði, stjórnendur og fagfólk.
-
Úttektir á vinnustöðum, skólaumhverfi og heimilum.
-
Sérhæfð handaþjálfun fyrir fólk með gigt, verki og taugasjúkdóma.
-
Mat og greining á skynjun og skynúrvinnslu barna og fullorðinna ásamt ráðgjöf.
-
Ökumat vegna endurnýjunar á ökuskírteini í samstarfi við ökukennara.
-
Ráðgjöf og aðstoð tengt hjálpartækjum og velferðartækni inn á heimili, í bílinn, tengt frístundum, breytingum á húsnæði og nýbyggingum fyrir einstaklinga, vinnustaði, fyrirtæki og stofnanir.
-
Samstarf við félagasamtök, vinnustaði, sveitarfélög, barnavernd, félagsþjónustu, stofnanir, sérfræðilækna, sálfræðinga, Parkinsonsamtökin, Gigtarmiðstöðin, Heilsuklasinn, NPA miðstöðin, Virk starfsendurhæfingarsjóð og Vinnumálastofnun.
-
Nánari upplýsingar um þjónustu og ráðgjöf fyrir einstaklinga og vinnustaði.